black and white bed linen
STÖNDUM SAMAN VÖRÐ UM HVERFIÐ OKKAR
Hverfið okkar er meira en hús og götur. Það er samfélag. Það er náttúran allt í kringum okkur. Það eru börnin sem leika sér á grænum svæðum og fólkið sem heilsar í búðinni. Þetta eru lífsgæði sem drógu okkur að Grafarvoginum - lífsgæði sem nú á að ganga á.
Verndum grænu svæðin okkar!

Þétting byggðar í Grafarvogi

Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg:

  • Falli frá áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi
    ...hverfið er fullbyggt og hefur þegar tekið á móti mikilli fólksfjölgun.

  • Verndi græn svæði og útivistarmöguleika
    ...í samræmi við stefnu borgarinnar um heilsueflandi nærumhverfi og sjálfbærar borgarlausnir.

  • Tryggi raunverulegt og gagnsætt samráð við íbúa
    ...þar sem skoðanir þeirra sem búa í hverfunum skipta máli áður en ákvarðanir eru teknar.

  • Endurmeti forgangsröðun í skipulagsmálum
    ...til að vernda rótgróin úthverfi sem einkennast af kyrrð, gróðri og samheldnu samfélagi.

Við viljum búa í hverfi sem andar – með náttúru, rými og öryggi fyrir börn og fjölskyldur.

Þessi síða er að bregðast við ákalli íbúa í Grafarvogi um aðstoð við innsendingu athugasemda vegna þéttingaráforma Reykjavíkurborgar. Á þessari síðu er að finna bæði leiðbeiningar um hvernig athugasemdir eru sendar inn í Skipulagsgátt, auk textatillagna um heildina og hvern reit fyrir sig. Hægt er að nýta textana óbreytta eða sem grunn að athugasemd.

Við viljum tryggja að raddir íbúa heyrist í ákvarðanatöku um framtíð hverfisins.

Þétting byggðar

Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur um að þétta byggð í Grafarvogi með fjölbýlishúsum á grænum svæðum sem áður hafa verið skilgreind sem útivistarsvæði.

Það sem gerir Grafarvog einstakan eru græn svæði, friðurinn, fjölskylduvæn byggð og náttúran allt í kring. Ef þessar áætlanir ná fram að ganga er hætta á að þessi einkenni glatist fyrir fullt og allt.

Við erum ekki á móti uppbyggingu – við viljum bara að hún fari fram með virðingu fyrir samfélaginu sem hér býr, sem forsvarsmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki gert.

Hér geta íbúar í Grafarvogi kynnt sér þær áætlanir sem Reykjavíkurborg hefur sett fram um þéttingu byggðar ásamt öllum þeim gögnum sem hafa verið gerð opinber. Líka má finna leiðbeiningar um hvernig athugasemd er send til Reykjavíkurborgar.

Hverfið okkar er meira en hús og götur. Það er samfélag. Það er náttúran allt í kringum okkur. Það eru börnin sem leika sér á túninu og fólkið sem heilsar í búðinni. En nú stendur til að breyta því öllu.q

Verndum grænu svæðin okkar!

Þéttingarreitir

Við höfum útbúið rökstudda texta fyrir hvern þeirra reita sem Reykjavíkurborg hefur skilgreint sem þéttingarreiti í Grafarvogi. Þú getur nýtt þessa texta til að senda inn athugasemd í Skipulagsgátt – annað hvort óbreytta eða sem grunn að þinni eigin.

Viltu frekar senda athugasemd fyrir Grafarvog í heild? Ef þú vilt mótmæla stefnu borgarinnar í heild sinni – en ekki svara fyrir einn ákveðinn reit – getur þú notað sameiginlega athugasemd sem við höfum tekið saman.

Þéttingarreitir

Við höfum útbúið rökstudda texta fyrir hvern þeirra reita sem Reykjavíkurborg hefur skilgreint sem þéttingarreiti í Grafarvogi. Þú getur nýtt þessa texta til að senda inn athugasemd í Skipulagsgátt – annað hvort óbreytta eða sem grunn að þinni eigin.

Viltu frekar senda athugasemd fyrir Grafarvog í heild? Ef þú vilt mótmæla stefnu borgarinnar í heild sinni – en ekki svara fyrir einn ákveðinn reit – getur þú notað sameiginlega athugasemd sem við höfum tekið saman.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar